Lake Hotel Egilsstaðir
Lake Hotel Egilsstaðir

Lake Hotel Egilsstaðir

Smelltu til að sjá meira
$$$$
Verðbil
Aðgengilegt fyrir hjólastóla

Staðsetning

Egilsstaðir 1, Egilsstaðir
Location

Um okkur

Stórbýlið Egilsstaðir stendur á fjölförnustu vegamótum Austurlands og á bökkum hins mikla og fagra Lagarfljóts. Þar hefur ætið verið mikill gestagangur og því ekki tilviljun að árið 1884 var opnað gistihús, sem seinna varð Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstaðir. 


Á Gistihúsinu - Lake Hotel Egilsstaðir er vandaður og framsækinn veitingastaður, Eldhúsið Restaurant, sem hefur bæði séríslenska og alþjóðlega matargerð á boðstólnum. Matargerðin er sprottin úr traustum hefðum, en hráefnin gjarnan sett í nýtt og framsækið samhengi. Við berum mikla virðingu fyrir hráefninu. Það er mest allt íslenskt og fengið úr okkar nánasta umhverfi. Við erum stolt af íslenskum landbúnaði og viljum kynna þá sem okkur eru næst með því að nýta afurðir þeirra. Þriggja rétta kvöldverðurinn “Beint frá býli” er stolt Eldhússins.


Það er ósk okkar að þið njótið ástúðlegrar matargerðar og góðrar þjónustu í fögru umhverfi við Lagarfljót og að stundin verði ykkur eftirminnileg.

Upplýsingar

Opnunartímar: Eldhúsið - Restaurant er opið alla daga frá kl. 11:30 - 22:00. Barinn er opinn til kl. 01:00 alla daga.

Hópabókanir

Fyrir hópa stærri en 6 manns, vinsamlegast hafið samband í síma 471 1114 eða sendið okkur tölvupóst á netfangið hotel@gistihusid.is

View more