Courtyard by Marriott/The Bridge
Courtyard by Marriott/The Bridge

Veitingastaður á Courtyard by Marriott

Courtyard by Marriott/The Bridge

Click to see more
$$$$
Price range

Online reservations have not been configured yet.

This restaurant has not finished setting up online bookings. You can continue to their website here and contact them from there if you are interested in making a reservation.

Location

Aðalgata 60, Reykjanesbær
Location

About

The Bridge Restaurant & Bar er staðsettur á Courtyard by Marriott hótelinu í Reykjanesbæ sem opnaði 14. apríl 2020. Nafnið á rætur sínar að rekja í brúnna á milli heimsálfa á Reykjanesi, en þar var brú byggð sem tákn um tenginguna á milli Evrópu og Norður Ameríku.


Á The Bridge Restaurant & Bar eru sælkeraréttir með íslensku ívafi settir saman eftir kenjum kokksins þar sem hráefnið er í fyrsta sæti. Þeirra njóta gestir okkar í fallegu og hlýlegu umhverfi, með persónulega þjónustu og framúrskarandi gestrisni.


Á barnum hrista þjónarnir saman lúxus kokteila sem hentar vel fyrir hvert tilefni. Einnig bjóðum við upp á glæsilegt úrval af vínum og ''The Bridge'' bjórinn frá samstarfsaðilum okkar hjá Litla Brugghúsinu er ávallt vinsæll. Happy hour er í boði hjá okkur alla daga frá 15:30-18:00 og aftur frá 22:00 til lokunar.


Elskarðu bröns? Við bjóðum upp á frábært bröns hlaðborð á laugardögum og sunnudögum frá 12:00-16:00.


Courtyard by Marriott hefur unnið til verðlauna sem ''Iceland's Leading Business Hotel'' frá World Travel Awards fjögur ár í röð.


Við bjóðum upp á einstaka aðstöðu fyrir veislur og aðra viðburði. Salur 1 tekur 14 í sæti sem er fullkomið fyrir viðskiptafundi eða aðra litla viðburði. Salur 2 tekur 40 manns í sæti, hægt er að sameina þessa tvo sali í einn stóran sal sem tekur 80 manns fyrir í sæti. Einkasalirnir eru vinsælir fyrir margvíslega viðburði svo sem, hvataferðir, brúðkaup, árshátíðir fyrirtækja og fundi.

Information

Opnunartímar

Mánudagar - sunnudagar: 12:00-23:30

Eldhúsið lokar kl 22:00

Morgunmatur: 06:00 - 10:00

Bröns hlaðborð alla laugardaga & sunnudaga: 12:00 - 16:00

View more